Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 290. mál til umsagnar
Málsnúmer 201212032
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24. fundur - 12.12.2012
Þetta erindi snýr að breytingum á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, með síðari breytingum. Lagt er til að 1. tölul. bráðabirgðaákvæðis í lögunum verði breytt þannig að í stað dagsetningarinnar 31. desember 2012 komi 31. desember 2015. Er það gert í þeim tilgangi að veita þeim sveitarfélögum, sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur, aukið svigrúm til að ljúka því verkefni og fjármagna framkvæmdir með álagningu og innheimtu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á grundvelli bráðabirgðaákvæðis í lögum. Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.