Grímur ehf. sækir um geymslusvæði fyrir bor Jarðboranna ehf.
Málsnúmer 201212040
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24. fundur - 12.12.2012
Grímur ehf. fyrir hönd Jarðborana ehf. óskar eftir geymslusvæði og viðhaldssvæði fyrir bor sem nú er að klára verkefni á Þeistareykjum. Svæðið þarf að vera ca. 2000m2, burðarmikið og með aðgangi að vinnurafmagni. Umsækjandi telur að uppfylling sunnan fyrrum rækjuverksmiðju muni t.d. henta vel.Hægt þarf að vera að stilla bornum upp meðan á viðgerð stendur svo hægt sé að keyra búnað og gera prófanir. Reiknað er með að borinn þurfi að vera á svæðinu til vors. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði svæðið girt af og alfarið á ábyrgð umsækjanda.