Skúlagarður - fasteignafélag ehf. aukning hlutafjár og kaup á skólastjórabústaðnum í Skúlagarði
Málsnúmer 201212058
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 65. fundur - 10.01.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skúlagarði - fasteignafélag ehf. þar sem stjórn félagsins viðrar hugmynd að fyrirliggjandi hlutafjáraukningu að upphæð kr. 6.200.000.- og leggur til að framlag Norðurþings verði skólastjórabústaðurinn sem leggist til sem hlutfé á kr. 3.000.000.- Um er að ræða um 15% aukningu hlutafjár. Stjórn félagsins samþykkti samhljóða að leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður fyrir lok febrúar, að auka hlutafé félagsins um 6.200.000.- krónur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja eign sína inn sem hlutafé verði hlutafjáraukning samþykkt á aðalfundi félagsins.