Enor ehf. ósk um að kynna fyrirtækið fyrir bæjarráði
Málsnúmer 201212094
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 65. fundur - 10.01.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Enor ehf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að kynna sig og þjónustu sína í bæjarráði. Fyrirtækið starfar á endurskoðunarsviði ásamt því að sinna tengdri þjónustu. Fyrirtækið hefur þegar ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík í upphafi 2013. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir beiðnina og felur bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækisins á kynningarfund með bæjarráði við tækifæri.
Bæjarráð Norðurþings - 69. fundur - 14.03.2013
Á fund bæjarráðs mættu Niels Guðmundsson og Davíð Búi Halldórsson sem fulltrúar Enors ehf., en fyrirtækið veitir m.a. endurskoðunarþjónustu. Fóru þeir yfir og kynntu starfsemi félagsins en þegar hefur verið opnuð þjónustuskrifstofa á Húsavík. Bæjarráð þakkar þeim Níels og Davíð Búa fyrir góða kynningu.