Snjómokstur í Norðurþingi
Málsnúmer 201301030
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 25. fundur - 16.01.2013
Rætt um fyrirkomulag snjómoksturs í sveitarfélaginu. Framkvæmda- og hafnanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að segja upp samningum um snjómokstur í sveitarfélaginu með það fyrir augum að endurskoða fyrirkomulag snjómoksturs fyrir næsta vetur.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd er til umfjöllunar kostnaður vegna snjómoksturs veturinn 2013/2014. Samkvæmt upplýsingum fjármálastjóra er heildarkostnaður um 23,5 milljónir króna og skiptist kostnaðurinn þannig að um 16,5 milljónir króna er vegna snjómoksturs og hálkueyðing um 7 milljónir króna. Fyrir sama tímabil árið áður var kostnaðurinn um 24, 4 milljónir króna og skiptingin um 16,6 milljónir vegna snjómoksturs og 7,8 milljónir vegna hálkueyðingar. Lagt fram til kynningar.