Erindi frá JS seafood varðandi niðursuðuverksmiðju á Kópaskeri
Málsnúmer 201302050
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá JS seafood varðandi uppsetningu á niðursuðuverksmiðju að Bakkagötu 11 á Kópaskeri. Áætlað er að sjóða niður þorskalifur ásamt fleiru, sbr. markríl og síld. Gert er ráð fyrir að allar vélasamstæður verði komnar á staðinn í næstu viku og starfsemi hefjist fljótlega þar á eftir. Kaupendur vörunnar eru til staðar og því ræðst sölumagn af því hráefnismagni sem vinnslan getur aflað sér. Fyrirtækið væntir samstarfsvilja útgerðaraðila innan sveitarfélagsins. Fyrirtækið er aðili að rekstri samskonar vinnslu í Grindavík og starfa þar 18 manns.Fyrirtækið óskar eftir samvinnu við sveitarfélagið um þá þætti sem geta leitt til styrkingar reksturs niðursuðuverksmiðjunnar. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins.