Atvinnuveganefnd Alþingis, 570. mál til umsagnar
Málsnúmer 201302052
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 68. fundur - 27.02.2013
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá Atvinnuveganefnd Alþingis, frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 570. mál. Soffía leggur fram eftirfarandi bókun:"Við gerð á frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða, þingskjali 968 - 570. mál, hefur ekki verið leitað sérfræðiálita með hagfræðilegri úttekt á einstök svæði, útgerðarflokka o.s.frv. Mörg sjávarútvegssveitarfélög, Starfsgreinasambandið, ASÍ og aðrir hagsmunaaðilar eru á móti þessu frumvarpi, og tel ég því ákveðna sáttarleið að leitað verði til óháðra sérfræðinga og hagfræðileg úttekt verði gerð á frumvarpinu."