Fara í efni

Ingunn St. Svavarsdóttir, umsókn um styrk

Málsnúmer 201302058

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Erindi dagsett 14. febrúar 2013. Ingunn sækir um styrk til að skapa og koma upp útilistaverkinu "Dans" á áningarstað við Borgarás ofan við Klapparós í Núpasveit. Fyrir nefndinni liggur greinargerð um verkið ásamt ljósmyndum af frumgerð þess. Listakonan sækir innblástur til genginna menningarfrömuða af svæðinu, uppfinningamannsins Kristins Kristjánssonar frá Nýhöfn og skáldsins og rithöfundarins Jóns Trausta og munu verk þeirra endurspeglast í verkinu. Fyrirhugað listaverk er í senn minnisvarði og óður til verka þessara gengnu menningarfrömuða og landsins sem þeir byggðu
<SPAN lang=EN-GB><FONT face="Times New Roman">Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 30.000.-