Erindi frá Landsneti varðandi skipulagsmál vegna lagningu jarðstrengs frá Húsavík að Höfuðreiðarmúla
Málsnúmer 201302062
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013
Landsnet óskar eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi Norðurþings þannig að heimiluð verði lagning 66 kV jarðstrengs meðfram Reykjaheiðarvegi frá Húsavík til Höfuðreiðarmúla. Í ákvörðun Skipulagsstofnunar, dags. 13. apríl 2012, var ofangreind framkvæmd ekki talin matsskyld þar sem umhverfisáhrif hennar eru talin óveruleg í ljósi þess að fyrirhugaður strengur lægi um röskunarsvæði vegar. Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings fellst á að láta vinna tillögu að breytingu aðalskipulagsins og gerir ráð fyrir að kostnaður vegna vinnslu skipulagstillögunnar verði greiddur af málsbeiðanda.