Örn Sigurðsson og Sólveig Guðmundsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahús á lóð úr landi Þverár í Reykjahverfi
Málsnúmer 201303021
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 36,6 m² frístundahúsi á lóð umsækjenda við Þverá, lnr. 212.570. Meðfylgjandi erindi er teikning af húsinu, unnin af Erni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.