Fara í efni

Norðurþing óskar eftir skilgreiningu lóða Lunds samkvæmt hnitsettri mynd

Málsnúmer 201303041

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 102. fundur - 20.03.2013

Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun tveggja lóða við Lund í Öxarfirði. Annarsvegar er um að ræða 20.000 m² lóð vestan þjóðvegar undir íþróttahúsi, sundlaug og íbúðarhúsi og hinsvegar 75.000 m² lóð austan þjóðvegar undir skóla og heimavistarhúsi. Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd undirrituð til samþykktar af eigendum umlykjandi lands Ærlækjar. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt.

Bæjarstjórn Norðurþings - 23. fundur - 22.03.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 102. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Óskað er eftir samþykki fyrir afmörkun tveggja lóða við Lund í Öxarfirði.
Annarsvegar er um að ræða 20.000 m² lóð vestan þjóðvegar undir íþróttahúsi, sundlaug og íbúðarhúsi og hinsvegar 75.000 m² lóð austan þjóðvegar undir skóla og heimavistarhúsi.
Fyrir liggur hnitsett lóðarmynd undirrituð til samþykktar af eigendum umlykjandi lands Ærlækjar.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að afmörkun beggja lóða verði samþykkt. Til máls tók: Jón Grímsson. Fyrirliggjandi tillögur skipulags- og byggingarnefndar samþykktar samhljóða.