Fara í efni

Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012

Málsnúmer 201304050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 72. fundur - 18.04.2013

Fyrir bæjarráði liggja til afgreiðslu ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012. Á fundinn mættu Arna G. Tryggvadóttir og Guðmundur Snorrason endurskoðendur PWC og fóru yfir og kynntu ársreikninga sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar ársreikningum sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð Norðurþings - 73. fundur - 08.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, ársreikningar Norðurþings fyrir rekstararárið 2012. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi ársreikningar sveitarfélagsins fyrir árið 2012 verði tekni til afgreiðslu við síðari umræðu í bæjarstjórn sem fram fer 13. maí n.k.

Bæjarstjórn Norðurþings - 25. fundur - 13.05.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu, við síðari umræðu, ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012. Ársreikningar Norðurþings voru teknir fyrir á 73. fundi bæjarráðs og vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn. Til máls tóku: Bergur og Jón Helgi. Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012 eru samþykktir samhljóða við síðari umræðu.