Lögreglan á Húsavík,ástand gangbrauta á Húsavík
Málsnúmer 201305026
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013
Í bréfi til framkvæmda- og hafnanefndar, ásamt myndskjali sem því fylgdi, kemur fram mat lögreglunnar að mikil þörf sé á að gera úrbætur varðandi merkingar á gangbrautum á Húsavík, ekki síst með tilliti til öryggis barna og ungmenna sem eru á leið til og frá skóla og þurfa að hafa gönguleiðir vel og greinilega merktar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar lögreglunni fyrir erindið og tekur málið til skoðunar. Ljóst er að gera þarf bragarbót á merkingum. Vegna þjóðvegar í þéttbýli (þjóðvegur nr. 85) þarf að vera í samstarfi við Vegagerðina sem er veghaldari. Gera þarf úrbætur hið fyrsta á þeim stöðum sem þegar eru gangbrautir. Skoða þarf hvar þarf að gera nýjar gangbrautir.