Norðursigling, beiðni um stöðuleyfi fyrir 2 fm miðasölubás við flotbryggju
Málsnúmer 201305071
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 30. fundur - 12.06.2013
Norðursigling óskar eftir stöðuleyfi fyrir 2 m2 miðasölubás við flotbryggju þar sem bátar Norðursiglingar liggja (á móti Gamla-Bauk). Miðasölubásinn var áður uppi á bakkanum við hliðina á miðasöluhúsi (Vitanum). Tekið er fram að hann verði einungis notaður á háannatíma á tímabilinu frá miðjum júní fram í lok ágúst. Framkvæmda- og hafnanefnd hafnar erindinu enda muni staðsetning miðasölu á umbeðnum stað skapa aukna umferðarhættu á svæðinu. Norðursigling á þegar lóð á svæðinu fyrir neðan Bakka.