Fara í efni

Erindi frá Kristjáni Gunnari og Jónu Björgu, Stakkholti 3, varðandi frágang við og í götu

Málsnúmer 201306067

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 31. fundur - 10.07.2013


Kristján Gunnar og Jóna Björg gera athugasemdir við frágang sveitarfélagsins í Stakkholti og umhverfi þess.

Bréfið er í þremur liðum;
Í fyrsta lagi er að nefna að engin gangstétt er komin þrátt fyrir að íbúar séu búnir að greiða fyrir hana, í okkar tilfelli fengum við ekki mælt út fyrir lóðinni fyrr en öll gjöld væru greidd og við gerum ráð fyrir að eins hafi verið komið fram við alla íbúa götunnar.
Í öðru lagi er það malarnáman sem er ekki búið að ganga frá með tilheyrandi sandfoki yfir hús og íbúa í nágrenni við hana, áður hefur verið sent erindi vegna þessa en náman er ennþá óviðunandi frágengin.
Í þriðja lagi eru það grunnar í götunni sem eru búnir að standa óhreyfðir í 5 ár.

Því er til að svara að búið er að sá í svæðið sem um ræðir en ekki tekist að hefta fok að fullu.
Skipulags- og bygginganefnd hefur þegar sent eigendum ófrágenginna byggingarsvæða í sveitarfélaginu erindi þar sem úrbóta er krafist.

Framkvæmda- og hafnanefnd biðst velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið.