Boð frá borginni Moss í Noregi á "Youth and action 2014"
Málsnúmer 201306074
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23. fundur - 09.10.2013
Ungmennum frá sveitarfélaginu Norðurþingi er boðin þátttaka í friðarráðstefnu í Moss Noregi í tilefni 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar. Leitað var til Norðurþings vegna sameiginlegrar umsóknar um ferðakostnað í evrópskan sjóð "Youth in Action". Ekki er um fjárhagsskuldbindingar að ræða af hálfu sveitarfélagsins. Vegna umsóknar þurfti tvo samstarfsaðila frá Íslandi og var einnig leitað til Akureyrar vegna þessa. Upphaflegt boð kemur að tilstuðlan vinabæjar Húsavíkur, Fredriksstad í Noregi.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.