Fara í efni

Ragnhildur Þorgeirsdóttir og Jóhannes Árnason, Höskuldarnesi óska eftir því að girðing í landi Höskuldarness verði fjarlægð

Málsnúmer 201308005

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnhildi Þorgeirsdóttir og Jóhannesi Árnasyni, Höskuldarnesi við Raufarhöfn. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Fyrir nefndinni lá bréf frá Ragnhildi og Jóhannesi í Höskuldarnesi þar sem þau óska eftir að girðing sem sveitarfélagið reisti nýverið í landi Höskuldarness verði fjarlægð. Þau telja að land Höskuldarness sem lenti Raufarhafnarmegin við girðinguna hafi verið ráðstafað þriðja aðila án þeirra samþykkis og eru þau ósátt við það.Enn fremur óska þau eftir svörum við fjórum spurningum sem snúa að kostnaði við girðinguna og svo um fyrirkomulag beitarmála innan bæjargirðingu Raufarhafnar. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar fyrir erindið og felur f&h-fulltrúa að svara bréfritara og ná samkomulagi um lokun hólfsins.