Fara í efni

Jón Ketilsson, ósk um leyfi til að koma upp æðarvarpi í hólmanum í höfninni á Raufarhöfn

Málsnúmer 201308011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jóni Ketilssyni þar sem óskað er eftir leyfi til að koma upp æðavarpi í hólmanum við höfnina á Raufarhöfn. Í hólmanum verpir nú nær eingöngu vargfugl, sem verið hefur þar óáreittur og þarf að byrja á því að eyða honum. Bréfritari hefur alist upp við æðavarp og telur sig hafa þá þekkingu sem til þarf. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013

Jón Ketilsson sækir um leyfi til að reyna að koma upp æðarvarpi í hólmanum í höfninni á Raufarhöfn. Nú verpir þar eingöngu vargfugl og þarf að byrja á því að eyða honum. Jón ætlar því að sækja um undanþágu frá reglugerð um meðferð skotvopna því hann hugsar sér að skjóta vargfuglinn. Framkvæmda- og hafnanefnd tekur jákvætt í erindið enda hafi umsækjandi fengið leyfi frá þar til bærum aðilum, s.s. heilbrigðiseftirliti og lögreglu.