Áki Hauksson leggur til að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið
Málsnúmer 201308013
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013
Fulltrúi Þinglistans, Áki Hauksson, leggur til að stofnaður verði bílastæðasjóður fyrir sveitarfélagið Norðurþing.Rökin fyrir því sé einföld því mikið sé um að rútum og bílum sé lagt ólöglega, sérstaklega yfir sumartímann. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að stofna Bílastæðasjóð Norðurþings og felur f&þ-fulltrúa að gera drög að reglum, samþykktum og gjaldskrá fyrir slíkan sjóð og leggja fyrir nefndina í janúar 2014.