Eyþing, ósk um samþykki fyrir yfirdráttarheimild vegna almenningssamgangna
Málsnúmer 201308014
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Eyþingi þar sem óskað er eftir heimild aðildarsveitarfélaga fyrir yfirdráttarheimild vegna almenningssamgagna. Í erindinu er vísað til 1. dagskrárliðar meðfylgjandi fundargerðar stjórnar Eyþings frá 17. júlí s.l. um þann rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka er gert ráð fyrir að hægt verði að lána það sem upp á vantar í greiðslum 25. júlí og 10. ágúst af sjóðum Eyþings. Samtals áæltað um 6 mkr.Eins og fram kemur í fyrrnefndri fundargerð verður leitað eftir því að fá aukið fjármagn til verkefnisins. Þar sem gera má ráð fyrir að einhver tími fari í viðræðum um aukið fjármagn er nauðsynlegt að leita eftir heimild sveitarfélaganna fyrir yfirdráttarláni hjá Sparisjóði Höfðhverfinga. Áætluð þörf er allt að 10 mkr. Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til svör frá innanríkisráðuneytinu liggja fyrir vegna hallareksturs á almenningssamgöngum á starfsvæði Eyþings.