Jenný Lára Arnórsdóttir, ósk um aðstöðu vegna leiksýningar
Málsnúmer 201308015
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Jenný Láru Arnórsdóttir þar sem óskað er sýningaraðstöðu fyrir leiksýningu sem hún vinnur að. Handrit að leiksýningunni er byggt upp á ástarsögum Þingeyinga frá seinustu öld. Ætlunin er að sýna sýninguna einu sinni í hverju sveitarfélagi. Jenný Lára óskar eftir að fá styrk sem felst í endurgjaldslausri sýningaraðstöðu fyrir eina sýningu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fræðslu- og menningarnefndar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Erindið er dagsett 18. júlí 2013 og tekið fyrir á fundi bæjarráðs 15. ágúst 2013. Jenný Lára er menntuð leikkona og leikstjóri, hún hlaut styrk frá Menningarverkefni Eyþings "Aftu heim" sem ætlað var að hvetja ungt listafólk til að sýna verk sín á svæðinu. Jenný Lára vinnur að gerð leiksýningar sem byggir á sönnun, þingeyskum ástarsögum. Jenný Lára sækir um sýnigaraðstöðu vegna einnar sýningar.