Aðflugshallamælir á Aðaldalsflugvelli
Málsnúmer 201308041
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013
Samkvæmt upplýsingum er gert ráð fyrir að farþegafjöldi um Húsavíkurflugvöll verði vel yfir 10 þúsund farþegar í ár. Undanfarna sumarmánuði hafa yfir 1000 farþegar farið um völlinn á mánuði. Sem stendur er aðflugshallamælir ekki vottaður og þar af leiðandi ekki hægt að nýta hann við ákveðnar aðstæður. Ljóst er að þessi aðstaða skapar óhagræði fyrir rekstraraðila og farþega. Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fulltrúum Isavia hið fyrsta vegna málsins.