Eigendur Bjarnastaða, Austaralands, Ferjubakka og Sigtúns óska eftir að stofna deild úr fjallskilafélagi Öxfirðinga
Málsnúmer 201308047
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá eigendum Bjarnastaða, Austaralands, Ferjubakka og Sigtúns þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið heimili að stofnuð verði deild úr fjallskilafélagi Öxfirðinga. Jarðirnar eru á afmörkuðu svæði og hafa eigendur þeirra ekki nýtt sér upprekstur á önnur afréttarlönd. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 33. fundur - 03.09.2013
Eigendur Austaralands, Sigtúna, Bjarnastaða og Ferjubakka óska með bréfi eftir við sveitarfélagið að fá að stofna deild út úr fjallskiladeild Öxarfjarðar (Öxarfjarðardeild) fyrir þessar jarðir því þær eru á afmörkuðu svæði og eigendur hafa ekki nýtt sér upprekstur á önnur afréttarlönd. Framkvæmda- og hafnanefnd frestar afgreiðslu málsins. Nefndin felur f&h-fulltrúa að afla gagna um málið hjá fjallskilastjórn á svæðinu og leggja fyrir nefndina. Reglugerð um fjallskil er þegar í gildi.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 36. fundur - 11.12.2013
Erindi frá eigendum jarðanna var tekið fyrir á fundi f&h þann 3. sept. sl. Nefndin óskaði eftir áliti fjallskilastjóra á svæðinu. Það hefur nú borist og kemur þar fram að þrjár jarðir til viðbótar þurfi að tilheyra þessu svæði til þessað það getir orðið fjallskilahólf: Vestara-Land I og II og Hafurstaðir. Það er, að mati fjallskilastjóranna, grundvallaratriði að bætist þessar þrjár jarðir við er ekkert því til fyrirstöðu að gera svæðið að sér fjallskilafélagi. Framkvæmda- og hafnanefnd getur ekki orðið við erindinu með vísan í fundargerð fjallskilastjóra.