Fiskistofa óskar eftir umsögn Norðurþings v/rekstrarleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri
Málsnúmer 201308048
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 109. fundur - 11.09.2013
Skipulags- og byggingarnefnd hefur skoðað erindi Fiskistofu þar sem óskað er umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi fyrir Fiskeldið Haukamýri vegna framleiðslu 450 tonna af bleikju til manneldis auk framleiðslu laxaseiða til flutnings í aðrar stöðvar. Fiskeldið Haukamýri er á lóð sem ætluð er undir fiskeldi skv. gildandi aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Nefndin veitir því f.h. Norðurþings, jákvæða umsögn vegna veitingar rekstrarleyfis.