Erindi frá forstöðumönnum Sólbrekku, Pálsgarði, Miðunni og deildarstjóra frekari liðveislu, framtíðarsýn í húsnæðismálum fatlaðra
Málsnúmer 201309050
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 25.09.2013
Lagt fram erindi frá forstöðumönnum Sólbrekku, Pálsgarð, Miðjunni og deildarstjóra frekari liðveilsu. Þeir lýsa yfir áhyggjum sínum vegna skorts á framtíðarsýn sveitarfélagsins í búsetumálum fyrir fatlað fólk. Fyrirséð er að sá hópur sem þarf sérstök úrræði í búsetumálum mun stækka í allra nánustu framtíð. Nefndarmenn taka undir áhyggjur forstöðumannanna sem lýst er í erindinu og þakka fyrir ábendingarnar. Formanni nefndarinnar er falið að vinna málið áfram.