Fara í efni

Youth and Action 2014, boð um þátttöku

Málsnúmer 201309055

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Fyrir nefndinni liggur kynning á verkefninu Youth and Action 2014. Norðurþingi stendur til boða að senda ungmenni á friðarráðstefnu í Moss í tilefni af 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar. Leitað var til Norðurþings vegna sameiginlegrar umsóknar um ferðakostnað í evrópskan sjóð "Youth in Action". Ekki er um fjárhagsskuldbindingar að ræða af hálfu sveitarfélagsins, ef styrkur fæst er sveitarfélagið skuldbundið að senda ungmenni. Vegna umsóknar þurfti tvo samstarfsaðila frá Íslandi og var leitað til Akureyrar vegna þess. Málið hefur verið unnið í samstarfi við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og sameiginleg ákvörðun að málið verði á ábyrgð hans en fræðslu- og menningarfulltrúi og fræðslu- og menningarnefnd verði upplýst um framgang þess.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 27. fundur - 11.02.2014




Tómstunda- og æskufulltrúi fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnin með verkefnið.