María Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga sækir um styrk til lista- og menningarmála
Málsnúmer 201309070
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 23. september 2013, um styrk að upphæð kr. 75.0000.- vegna kynningar- og söluferðar Þingeyskra fingurbjarga veturinn 2013 - 2014. Verkefnið Þingeyskar fingurbjargir framleiðir minjagripi og nytjavörur sem eru eftirmyndir safnmuna sem eru til á Byggðasafni Norður Þingeyinga auk þess að hanna og framleiða muni sem kallast á við umhverfið. Framleiðslan hefur verið kynnt á Kópaskeri í Gljúfrastofu og á Raufarhöfn í sumar. Nú er stefnt að kynningu á Akureyri og í Reykjavík. Aðstandendur verkefnisins vonast til þess að auk þess að kynna vörur sínar veki þeik jákvæða athygli á svæðinu og geti kynnt það sem áhugaverðan áfangastað.