List án landamæra, umsókn um styrk í Lista- og menningarsjóð
Málsnúmer 201310019
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Fyrir nefndinni liggur umsókn um styrk að upphæð kr. 500.000. vegna samstarfssýningar milli Húsavíkur og Reykjavíkur. List án landamæra er listahátíð sem haldin er um allt land, aðstandendur hátíðarinnar lýsa áhuga á að efla hana enn frekar í Norðurþingi og hyggjast í því skyni stofna til samstarfs milli listamanna á Húsavík og í Reykjavík. Listaverk verða sýnd í Safnahúsinu á Húsavík og í Ráðhúsi Reykjavíkur. Áætlaður kostnaður vegna samstarfsins er kr. 500.000 - 600.000.Jafnframt er óskað eftir uppástungum frá heimamönnum að verkenfum sem geta stuðlað að betri og flottari hátíð.