Hljómsveitin SOS sækir um styrk til að halda kertaljósatónleika á Húsavík í desember 2013
Málsnúmer 201310020
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 1. október 2013 um styrk að upphæð kr. 150.000 vegna kertaljósatónleika á Húsavík í desember 2013. Hljómsveitin SOS er skipuð áhugafólki í tónlist og til stendur að fá til liðs við hljómsveitina söngvara bæði unga og reyndari, til að ljá lið við flutning tónlistarinnar. Á dagskrá verða bæði innlend og erkend lög, frumsamin og ábreiður. Aðgangseyrir á tónleikana mun renna óskiptur til Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík. Styrknum er ætlað að standa straumaf kostnaði við húsnæði, hljóðkerfi og hljóðblöndun en listamennirnir gefa sína vinnu.