Fara í efni

Kirkjukór Húsavíkur sækir um styrk úr Lista- og menningarsjóði

Málsnúmer 201310022

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Fyrir nefndinni liggur umsókn dagsett 2. október 2013 um styrk til starfsemi Kirkjukórs Húsavíkur. Kórinn verður 70 ára þann 28. október n.k. og af því tilefni eru í undirbúningi stórir afmælistónleikar í mars 2014. Í umsókninni er gerð grein fyrir starfsemi kórsins en kórinn syngur við allar kirkjulegar athafnir í Húsavíkrukirkju auk fleiri tilefna. Starf kórsisn er sjálfboðastarf og eru félagar 35 - 40. Á árinu 2012 voru alls 103 messur, æfingar, jarðarfari og aðrar athafnir í kirkjunni sem kórinn kom að. Efnahags- og rekstrarreikningur kórsisn vegna ársisn 2012 fylgir með umsókninni.