Ytra mat á skólastarfi í Norðurþingi
Málsnúmer 201310030
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013
Samkvæmt lögum um leikskóla og lögum um grunnskóla ber skólanefndum að hafa eftirlit með skólastarfi leik- og grunnskóla og annast ytra mat á skólastarfi fyrir hönd sveitarstjórna.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 34. fundur - 11.02.2014
Tillögur unnar af fræðslu- og menningarfulltrúa í samstarfi við grunnskólafulltrúa og kennsluráðgjafa ásamt athugasemdum skólastjórnenda kynntar fyrir nefndinni. Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að fullvinna fyrirliggjand tillögur í samræmi við þær athugasemdir sem fram hafa komið og ábendingar sem fram komu á fundinum og leggja fyrir nefndina fyrir lok apríl.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014
Fyrir nefndinni liggja tillögur að gátlista vegna ytra eftirlits sveitarfélagsins með skólum innan þess ásamt viðmiðum um efnistök starfsáætlana og ársskýrslna skóla. Tillögurnar hafa hlotið umfjöllun á fundi forstöðumanna á fræðslu- og menningarsviði auk þess sem skólastjórar hafa lagt þær til umsagnar í skólasamfélagi á hverjum stað. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir fyrirliggandi tillögur að teknu tilliti til athugasemda og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að kynna skólastjórum þá ákvörðun. Starfað verði samkvæmt þessum tillögum frá og með næsta skólaári.