Sveinn Þórarinsson og Þórarinn Sveinsson Krossdal óska eftir stofnun lóðar úr Krossdal undir ferðaþjónustu
Málsnúmer 201310138
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 111. fundur - 05.11.2013
Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2 ha lóðar út úr Krossdal undir ferðaþjónustu. Fram kemur í umsókn að fyrirhugað sé að leigja út lóðina aðila sem vill reisa á henni um 450 m² gistiskála. Meðfylgjandi umsókn er hnitsettur uppdráttur af lóðinni á loftmynd auk rissmyndar af staðsetningu fyrirhugað húss. Einnig fylgja drög að lóðarleigusamningi, auk samþykkis eigenda Árdals fyrir stofnun lóðarinnar út úr Krossdal. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í stofnun lóðar undir ferðaþjónustu á þessum stað. Í ljósi umfangs lóðar og fyrirhugaðs mannvirkis telur hún þó nauðsynlegt að breyta aðalskipulagi til að skilgreina nýja þjónustulóð á þessum stað og jafnframt verði að vinna deiliskipulag fyrir lóðina. Nefndin lýsir sig reiðubúna til að vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu samhliða vinnu hagsmunaaðila að deiliskipulagi lóðarinnar. Minnt er á ákvæði aðalskipulags þar sem gert er ráð fyrir að ekki sé byggt nær Litluá en 75 m.