Mannvirkjastofnun, gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa
Málsnúmer 201311007
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 86. fundur - 07.11.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á skyldum þess til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa en slíkt kerfi á að vera komið í notkun fyrir árið 2015 og faggildingu á að vera lokið fyrir árið 2018, sé það vilji sveitarfélagsins að fela byggingarfulltrúa sínum yfirferð hönnunargagna og úttektir framkvæmda. Að öðrum kosti þurfa sveitarfélög að leita til faggiltra skoðunarstofa sem hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar á viðkomandi sviðum.Það er von Mannvirkjastofnunar að sveitarfélög í landinu efli starfsemi byggingarfulltrúa með því að styðja embættin í því að koma sér upp virku gæðastjórnunarkerfi á næsta ári. það er ljóst að til þess að þetta verði mögulegt þurfa sveitarfélögin að leggja til tíma starfsmanna í verkefnið og þekkingu á gæðstjórnunarmálum. Samráð hefur verið haft við byggingarfulltrúa um gæðastjórnunarkerfin og er það vilji stofnunarinnar að áframhald verði á því starfi.Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að fara yfir erindið og taka það til efnislegrar afgreiðslu.