03 Heilbrigðismál - hreyfing aldraðra
Málsnúmer 201311024
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 32. fundur - 12.11.2013
Fyrir fundinum liggur erindi frá Björgu Björnsdóttur sjúkraþjálfara fyrir hönd sjúkraþjálfara þess efnis að kr. 300.000 sem samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 eru ætlaðar til eflingar hreyfingar eldri borgara í sveitarfélaginu verði varið til að styrkja félög eldri borgara í sveitarfélaginu til þess að bæta aðstöðu sína og tækjabúnað til hreyfingar. Fræðslu- og menningarnefnd getur ekki fallist á að fjármagnið fari til tækjakaupa. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að styrkja Hjartaheill í Þingeyjarsýslum um kr. 300.000.- til niðurgreiðslu á kostnaði við hjartaleikfimi. Sigurður Aðalgeirsson vék af fundi.