Endurskoðun Norðurþings, örútboð 15528
Málsnúmer 201311093
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013
Fyrir bæjarráði liggur fyrir minnisblað Ríkiskaupa vegna örútboðs nr. 15528 - Endurskoðun fyrir Norðurþing. Eftirfarandi aðilar buðu í endurskoðun fyrir Norðurþing: PricewaterhouseCooper ehf.Deloitte ehf.KPMG ehf.Enor ehf. Lægsta tilboð í endurskoðun Norðurþings er frá Deloitte ehf. Tilboð Deloitte ehf. hefur verið yfirfarið og er það hvoru tveggja gilt og hagstæðast m.v. matsforsendur útboðslýsingar sem í þessu örútboði voru verð 100%. Boðið var út innan rammasamnings 14.21 og standast allir bjóðendur kröfur um fjárhagsstöðu bjóðenda og tæknilegar kröfur sem gerðar eru til endurskoðunarfyrirtækja. Þær eru m.a. að vera á skrá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis yfir endurskoðunarfyrirtæki sem uppfylla lög og reglugerðir sem um slík fyrirtæki gilda. Í örútboði þessu var til viðbótar hæfiskröfum rammasamnings gert eftirfarandi hæfiskrafa til bjóðenda: Kröfur um reynslu af endurskoðun sveitarfélags. Lægstbjóðandi, Deloitte ehf. hefur slíka reynslu og telst því uppfylla viðbótarhæfiskröfur örútboðs. Með tilboði var gerð krafa um að fram yrði lögð endurskoðunaráætlun sem uppfyllti gerðar kröfur og væri háð samþykki endurskoðunarnefndar kaupanda. Ekki eru gerðar athugasemdir við endurskoðunaráætlun lægstbjóðanda. Framlögð gögn Deloitte ehf. uppfylla því kröfur útboðsins. Tillaga Ríkiskaupa felur í sér að engin fyrirstaða sé fyrir því að gengið verði til samninga við Deloitte ehf. á grundvelli úboðsgagna og fyrirliggjandi samningsdraga. Bæjarráð samþykkir tilboð Deloitte ehf. í endurskoðun fyrir Norðurþing og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við félagið samkvæmt forsendum tilboðsins.