Erindi frá FSH varðandi námsver á Raufarhöfn
Málsnúmer 201311142
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Dóru Ármannsdóttir, skólameistara FSH, Herdísi Þ. Sigurðardóttir, aðstoðarskólameistara FSH og Birnu Björnsdóttir, formanni skólanefndar FSH þar sem lýst er yfir áhuga á að koma á fót námsveri á Raufarhöfn eða nágrenni þar sem nemendur á framhaldsskólaaldri gætu stundað nám sem haldið yrði úti af FSH. Sveitarfélagið Norðurþing nær yfir stórt svæði og ekki eigi allir íbúar þess kost að sækja framhaldsskóla í næsta nágrenni. Því telja bréfritarar brýnt að allir nemendur í sveitarfélaginu fái tækifæri til að ljúka að minnsta kosti fyrsta ári í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.Útvega þarf aðstöðu fyrir nemendur í heimabyggð og ráða starfsmann sem aðstoðað gæti nemendur við vefstutt nám. Jafnframt þyrfti að vera hægt að bjóða nemendum upp á aðstöðu á Húsavík til þess að taka reglulegar námslotur við FSH. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing til þess að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið til samstarfs.