Staða félagsþjónustu, umræður
Málsnúmer 201312015
Vakta málsnúmerFélags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 38. fundur - 11.12.2013
Aukið álag á félagsþjónustuna rætt. Nefndin lýsir áhyggjum sínum af stöðu mála ástandinu í samfélaginu. Rætt var um hvaða leiðir eru færar til að mæta aukinni félaglegri þörf samfélagsins. Félagsmálastjóri sem jafnframt er jafnréttisfulltrúi sveitarfélagsins gerði nefndinni grein fyrir því að hann hafi ekki getað sinnt þeim hluta starfsins vegna álags í öðrum verkefnum. Hann kallar jafnframt eftir því að ráðið verði í starf jafnréttisfulltrúa hið fyrsta til að framfylgja þeirri jafnréttisstefnu sem sveitarfélagið setti sér í desember 2011