Örn Sigurðsson og Sólveig Guðmundsdóttir óska eftir umsögn Norðurþings vegna stofnunar lögbýlis í landi Þverár í Reykjahverfi
Málsnúmer 201312054
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014
Örn og Sólveig óska eftir skriflegri umsögn bæjarstjórnar Norðurþings vegna umsóknar um stofnun lögbýlis á landskika þeirra með landnúmeri 212570 í landi Þverár í Reykjahverfi. Á býlinu er fyrirhuguð bygging íbúðarhúss, uppbygging ferðaþjónustu og skógrækt. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir fyrir sitt leyti að stofnað verði lögbýli með landnúmerið 212570 í landi Þverár í Reykjahverfi enda munu aðrir aðilar gera slíkt hið sama.