Fara í efni

Hlutafjáraukning í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 201312071

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 91. fundur - 09.01.2014

Fyrir bæjarráði liggur erindi til hluthafa í Greiðri leið ehf. en þar kemur fram að stjórn félagsins hafi ákveðið á fundi sínum þann 13. desember s.l., að nýta sér heimild til að hækka hlutafé félagsins um 40 mkr. með áskrift nýrra hluta. Í fundargerð aðalfundar frá 28. júní 2013 segir að innborgunin eigi að vera á genginu 1 og að ef ekki fáist áskrift að allri aukningunni frá hluthöfum heimili fundurinn stjórninni að selja það hlutafé, sem ekki fæst áskrift að, til nýrra hluthafa og falla núverandi hluthafar frá forkaupsrétti að þeim hlutum. Heimildin gildir til 30. júní 2017. Gengi á því hlutafé sem selt verður til nýrra hluthafa verði ákveðið af stjórn.Fyrir liggur svar Samherja hf., um kaup á hlutafé í Greiðri leið ehf. á árinu 2013. Í svarinu kemur fram að Útgerðarfélag Akureyringa ehf., sem er að fullu í eigu Samherja hf., er tilbúið að leggja fram 40 mkr. í hlutafé. Með því getur Greið leið ehf., staðið við ákvæði í lánasamningi ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um aukningu hlutafjár í Vaðlaheiðargöngum hf. um 40 mkr. á yfirstandandi ári með aðkomu núverandi hluthafa. Eftir breytinguna verður hlutur Greiðrar leiðar ehf., í Vaðlaheiðargöngum hf. kominn í 236 mkr. af 440 mkr. heildarhlutafé. Hlutur Greiðrar leiðar ehf., verður þá 53,6% en Vegagerðarinna hf. 46,4%Samkvæmt samþykktum félagsins eiga hluthafar félagsins forkaupsrétt að öllum nýjum hlutum í eigin flokkum í samræmi við hlutafjáreign sína og er því skorað á þá að beita þessum rétti eða falla frá honum. Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.