Forsætisráðuneytið styrkir viðhald Kvíabekks um 10 milljónir
Málsnúmer 201401002
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014
Borist hefur bréf frá forsætisráðuneytinu þar sem tilkynnist að ráðuneytið mun veita 10 milljóna kr. styrk til framkvæmda vegna viðhalds á Kvíabekk og endurbyggingar torfhúss á Húsavík. Bærinn er síðan 1893.Jan Klitgaard, garðyrkjustjóri Norðurþings gerði grein fyrir stöðu verkefnisins en það hefur staðið yfir undanfarin ár. Hann kynnti hugmyndir að verkáætlun. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar Jan fyrir kynninguna og ákveður að skipa starfshóp sem mun koma með tillögu að því hvernig byggja eigi bæinn upp. Hópinn skipa; Jan, Halldór Valdimarsson, Gaukur Hjartarson, Arnhildur Pálmadóttir og Hjálmar Bogi Hafliðason.