Framkvæmdir í Norðurþingi 2013 og 2014 yfirferð
Málsnúmer 201401062
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 37. fundur - 15.01.2014
Nefndin telur mikilvægt að fara yfir meiriháttar viðhald og framkvæmdir fyrir árið 2013. Annars vegar þarf að skoða fjárhagslega stöðu verkefna og hinsvegar framkvæmdalega stöðu þeirra. Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera yfirlit fyrir árið 2013. Umsjónamaður fasteigna kynnti tillögur að nauðsynlegu viðhaldi og framkvæmdum fyrir árið 2014. Ljóst er að framkvæmdir 2014 munu að mestu miðast við verkefni tengd atvinnuuppbyggingu á Bakka. Fjárhagsrammi nefndarinnar varðandi framkvæmdir og viðhald fyrir árið 2014 liggur ekki fyrir.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 37. fundi nefndarinnar. Fram kom á þeim fundi að umsjónarmaður fasteigna kynnti tillögu að nauðsynlegu viðhaldi og framkvæmdir fyrir árið 2014. Framkvæmdir ársins 2014 munu að mestu miðast við verkefni tengd atvinnuuppbyggingu á Bakka. Ekki liggur fyrir fjárhagsrammi vegna viðhalds- og framkvæmda. Farið var yfir og rætt um bílastæðismál, gangstéttar og viðhald leikvalla. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að unnið verði kostnaðarmat vegna fyrirliggjandi breytinga og viðahalds og lagt fyrir fundinn að nýju.