Golfklúbbur Húsavíkur, kynning á starfsemi félagsins
Málsnúmer 201401086
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 27. fundur - 11.02.2014
Pálmi Pálmason formaður GH og Ragnar Emilsson mættu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi GH. Í máli þeirra kom fram að félagar eru skráðir 108. Eldri borgarar hafa aðgang að æfingavelli og þeir sem ekki treysta sér á aðalvöllinn. Frítt inn á æfingavöllinn fyrir byrjendur. 17 félagar undir 15 ára aldri. Töluvert barnastarf, kennari kemur frá Laugum. Iðkendur eru frá 8 ára aldri og upp í 88 ára í klúbbnum. Framtíðarsýn GH er sú að geta einbeitt sér betur að innra starfi félagsins. Takmarkaður tími til þess vegna annarra starfa sem taka tíma klúbbfélaga. Mikil orka sem fer í það að sinna vallaraðstæðum og öðrum ytri aðstæðum. Forsvarsmenn hafa væntingar til þess að sveitarfélagið komi meira að rekstri vallarins. Vegna legu vallarhúsins er erfitt að komast að húsinu 6-8 mánuði ársins (fer eftir veðurlagi). Rekstrarkostnaður er einnig mikill á húsinu. Vantar annað og betra húsnæði fyrir félagsstarf og innra starf klúbbsins. Orðspor Katlavallar er afar gott og er talinn einn af albestu 9 holu völlum landsins. Þekktur fyrir snyrtimennsku og góða umgengni. Árlega eru nýliðamót á vegum klúbbsins og félagið reynir stöðugt að kynna starfið og efla nýliðun. Sóknarfæri fyrir GH að fyrirhuguð hótelbygging Strakta konstruktion er áætluð í nágrenni golfvallarins. Rekstur félagsins hefur gengið út á það að vera réttu meginn við núllið. Hefur tekist með mikilli útsjónarsemi. Í venjulegu árferði er völlurinn opnaður í kringum 15.maí og opinn fram í lok sept.. Hugmynd að vetrarstarfi í samstarfi við Íþróttahöllina í sambandi við æskulýðsstarf GH og annað starf tengt golfíþróttinni. Óskir GH til sveitarfélagsins:Komast í það að sinna félagsmönnum betur. Komast inn í Íþróttahöllina og í aðstöðu fyrir félagsstarfsemi yfir vetrartímann.Samstarf um það koma upp húsi við Katlavöll.Losna undan rekstrarkostnaði við að reka vallarhúsið.Eignarhlutur GH í vélum og tækjum er umtalsverður og hefur viðhald verið á höndum Þjónustumiðstöðvar Norðurþings. Skerpa þarf línur vegna viðhaldssamning við sveitarfélagið.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar forsvarsmönnum GH fyrir góða kynningu og óskar félaginu alls hins besta í þeirra starfi. Fulltrúar GH viku af fundi kl. 17:00.