Erindi til hluthafa Seljalax hf.
Málsnúmer 201402001
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 94. fundur - 06.02.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Seljalax hf. þar sem smæstu hluthöfum í Seljalaxi hf. er boðið að selja hlut sinn á tvöföldu verði. Stjórn félagsins hefur ákveðið að bjóða 30 minnstu hluthöfum, sem eiga samtals hluti að nafnverði kr. 35.600.- að kaupa af þeim hluti þeirra á tvöföldu nafnverði eða alls kr. 71.200.- Stefnt er að því að selja þetta hlutafé þeim hluthöfum sem vilja á sama verði og einnig hlutafé í eigu félagsins sjálfs að nafnverði kr. 600.000.- sem einnig verður þá selt á tvöföldu nafnverði.Að uppfylltum áskriftum telur stjórn félagsins sér heimilt að selja hverjum sem er það sem óselt kann að verða þegar áskrift er fullnægt. Jafnframt er frestur til áskriftar eða að tilkynna sölu til 1. mars 2014. Bæjarráð mun ekki nýta sér rétt til að auka hlutafé sitt í félaginu og fellur því frá áskrift.