Fara í efni

Langanesbyggð óskar eftir styrk vegna framkvæmda við Skoruvíkurbjörg

Málsnúmer 201402078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 96. fundur - 27.02.2014




Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Langanesbyggð vegna framkvæmda við útsýnispall við Skoruvíkurbjörg á Langanesi. Sveitarfélagið Langanesbyggð hefur lagt til 25% af framkvæmdakostnaði verksins. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða kom einnig mjög myndarlega að þessu verkefni. Þá hafa Vaxna (Vaxtarsamningur Norðurausturlands), Styrktarsjóður Brunabótafélagsins og Faglausn styrkt verkefnið. Þrátt fyrir þenna góða stuðning vantar um 3 milljónir króna til viðbótar. Því var ákveðið að leita fyrirtækja og aðila á svæðinu um aðstoð. Óskað er eftir 100 - 300 þúsund króna framlagi.

Bæjarráð hafnar erindinu.