Orkustofnun óskar eftir umsögn vegna umsóknar Landsvirkjunar um endurnýjun á rannsóknarleyfi í Gjástykki
Málsnúmer 201402082
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 96. fundur - 27.02.2014
Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni frá Orkustofnun vegna umsóknar Landsvirkjunar um endurnýjun á rannsóknarleyfi í Gjástykki. Umsögn og samþykki Umhverfisstofnunar liggur nú fyrir í málinu, dag. 13. febrúar s.l. sem barst Orkustofnun 17. febrúar og er hún meðfylgjandi.Með vísan til 13. og 14. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 er hér með óskað eftir umsögn Norðurþings. Er þess óskað að sveitarfélagið hraði málsmeðferð sinni þannig að afstaða þess liggi fyrir svo fljótt sem unnt er, sbr. 1. mgr. 9. gr. stjórnsýslulaga og eigi síðar en mánudaginn 3. mars. n.k. Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemdir við að rannsóknarleyfi verði veitt. Í Svæðisskipulagi Háhitasvæða í Þingeyjarsýslum 2007 - 2025 er gert ráð fyri að svæðið verði mögulega virkjað og undirbúningsrannsóknir nauðsynlegar.