Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 2014
Málsnúmer 201403015
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 97. fundur - 06.03.2014
Fyrir bæjarráð liggur erindi frá stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Fram kemur í erindinu að stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga hefur skipað kjörnefnd til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins. Aðalfundur félagsins verður haldinn 27. mars n.k. á Grand Hótel í Reykjavík. Kjörnefnd mun taka við og fara yfir framboð til stjórnar og varastjórnar og gera tillögu til aðalfundar.Um framboð og kjör til stjórnar gilda hlutafélagalög nr. 2/1995, og lög um fjármálafyrirtæki 161/2002. Rétt er að benda sérstaklega á eftirfarandi ákvæði: 1. Framboðum þarf að skila með 5 daga fyrirvara skv. 63 . gr. hlutafélagalaga.2. Stjórnarmenn þurfa að hafa lokið háskólaprófi sem nýtist í starfi skv. 52. gr. laga um fjármálafyrirtæki.3. Stjórnarmönnum er ekki heimilt að vera í stjórn fleiri en eins eftirlitsskylds aðila. Framboðum skal skilað í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 21. mars n.k. til Erlings Ásgeirssonar formanns nefndarinnar. Framboðum þurfa að fylgja upplýsingar svo kjörnefnd geti tekið afstöðu til hæfis frambjóðenda.Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboðum. Lagt fram til kynningar.