Björgunarsveitin Garðar
Málsnúmer 201403043
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 99. fundur - 20.03.2014
Á fund bæjarráðs mættu fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, Júlíus Stefánsson, formaður ásamt Ástþóri Stefánssyni og Þóri Gunnarssyni og fóru þeir yfir og kynntu stöðu og starf sveitarinnar. Meðal annars kom fram að félagar í sveitinni eru 97 og mikið lagt í félagsstarfið. Öflugt og mikið unglingastarf er rekið hjá sveitinni. Tækjakostur er mikill og fjölbreyttur en gamall og þarfnast endurnýjunar. Starfið gengur vel en fjárhagur sveitarinnar er erfiður enda kostnaður við fræðslu og þjálfun félagsmanna mikill. Sveitin á fáa en góða bakhjarla en það dugar ekki til. Bæjarráð þakkar félögum sveitarinnar fyrir góða kynningu og hvetur lögaðila, félagasamtök og íbúa sveitarfélagsins til að styðja við sveitina þannig að starf þeirra megi eflast, samfélaginu til heilla um ókomna tíð.