Fara í efni

Sundsamband Íslands, umsókn um styrk vegna boðsundskeppni milli grunnskóla

Málsnúmer 201403060

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 99. fundur - 20.03.2014

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Sundsambandi Íslands vegna átaksins "Sund er best". Sundsamband Íslands mun standa að boðssundkeppni milli grunnskóla sem fram fer um land allt.Til að standa straum af kostnaði vegna keppninnar þá er farið fram á við sveitarfélög landsins, sem eiga þátttakendur í keppninni að styrkja keppnina með 25.000.- króna framlagi. Markmið keppninnar er að stuðla að aukinni hreyfingu krakka auk þess að viðhalda því stolti sem íslensk þjóð hefur getað státað sig af í gegnum tíðina að enginn sé ósyntur. Bæjarráð þakkar bréfriturum erindið en vísar því til afgreiðslu í tómstunda- og æskulýðsnefnd.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014

Sundsamband Íslands sækir um styrk vegna skipulagningar á boðsundskeppni á milli grunnskóla landsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafnar erindinu.