Notkun ferðaþjónustuaðila á nýju vörumerki
Málsnúmer 201403066
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 99. fundur - 20.03.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Einari Gíslasyni, f.h. aðila innan ferðaþjónustunnar t.a.m. Húsavíkurstofu, Hvalasafnið, Fjallasýn, Gentle Giants, Norðursiglingu og Sölkusiglingar. Erindið felur í sér leyfi til notkunar á samræmdu vörumerki í markaðsetningu fyrirtækjanna. Fram kemur m.a. í erindinu að það sé hagur allra aðila í ferðaþjónustu á Húsavík að við gerð markaðsefni séu skilaboðin skýr og höfði til þeirra ferðamanna sem leita sér að afþreyingu og þjónustu á ferð þeirra um landið.Húsavíkurstofa sem hagsmunasamtök ferðaþjónustuaðila, verslunar og þjónustu í bænum mun eiga merkið og halda utan um að það sé rétt notað. Óska hlutaðeigandi aðilar eftir skriflegum stuðningi Norðurþings við þessi áform. Bæjarráð gerir ekki athugasemd við hugmyndir ferðaþjónustuaðila og felur bæjarstjóra framgang málsins.