Kynning á ungliðastarfi Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík
Málsnúmer 201404032
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014
Á fund Tómstunda- og æskulýðsnefndar kom Börkur Guðmundsson frá Björgunarsveitinni Garðari á Húsavík og kynntu ungliðadeild sveitarinnar.Deildin heitir Unglingadeildin Náttfari.Starfið er öflugt,unglingarnir hittast undir leiðsögn leiðbeinenda einu sinni í viku. Liður í starfinu eru ferðalög þar sem unglingarnir kynnast íslenskri náttúru.Deildina skipa 18 unglingar og stúlkur í meirihluta. Jafnframt hentar starf deildarinnar vel þeim unglingum sem stunda ekki íþróttir að jafnaði.Deildin er í samstarfi við aðrar deildir á svæðinu. Deildin var í samstarfi við svipað unglingastarf í Þýskalandi. Deildin heimsótti Þjóðverja á síðasta ári ásamt Mývetningum.Slysavarnarfélagið Landsbjörg rekur slysavarnarskóla og unnið er að því að starfsrækja skólann á Húsavík í samstarfi með öðrum deildum. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Berki fyrir kynninguna og hvetur til aukins samstarf í sveitarfélaginu.